settings icon
share icon
Spurning

Hver er hin kristna sýn á sjálfsmorði? Hvað segir Biblían um sjálfsmorð?

Svar


Samkvæmt Biblíunni sker það, að manneskja svipti sig lífi, ekki úr um það, hvort hún fær aðgang að himnaríki. Ef ófrelsuð manneskja sviptir sig lífi, hefur hún ekki gert annað en flýta ferð sinni í eldsdíkið. Hvað sem því líður, mun manneskjan sem svipti sig lífi endanlega lenda í víti fyrir að hafna hjálpræði Krists, ekki fyrir að svipta sig lífi. Biblían nefnir fimm sérstaka menn sem sviptu sig lífi: Abímelek (Dóm. 9:54), Sál (1. Sam. 31:4), skjaldsveinn Sáls (1. Sam.31:4-6), Akítófel (2. Sam. 17:23), Simri (1. Kon. 16:18) og Júdas (Matt. 27:5). Allir voru þeir illir, siðspilltir, syndugir menn (ekki er nægilega mikið sagt um skjaldsvein Sáls til að dæmt verði um skapgerð hans). Sumir telja Samson vera dæmi um sjálfsmorðingja (Dóm. 16:26-31), en markmið Samsons var að drepa Filista, ekki sjálfan sig. Biblían jafnar sjálfsvígi til morðs – enda er það sjálfs-morð. Guð er sá sem ákvarða skal hvenær og hvar manneskja á að deyja. Að taka það vald í eigin hendur er að skilningi Biblíunnar guðlast gagnvart Almættinu.

Hvað segir Biblían um kristinn mann sem sviptir sig lífi? Ég trúi ekki að kristinn maður, sem sviptir sig lífi, glati hjálpræði sínu og fari til helvítis. Biblían kennir, að frá þeirri stundu, þegar manneskja trúir af einlægni á Krist, sé hún eilíflega örugg (Jóh. 3:16). Samkvæmt Biblíunni geta kristnir menn vitað með fullri vissu, að þeir hafi eignast eilíft líf, hvernig sem allt veltist. „Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf“ (1. Jóh. 5:13). Ekkert getur skilið kristinn mann frá kærleika Guðs! „Því ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum“ (Róm. 8:38-39). Ef ekkert „skapað“ getur gert kristinn mann viðskila við kærleika Guðs, og jafnvel kristinn maður sem sviptir sig lífi er „skapaður“, þá getur jafnvel sjálfsmorð ekki gert hann viðskila við kærleika Guðs. Jesús dó fyrir allar okkar syndir ... og ef sanntrúðaur kristinn einstaklingur kynni að fremja sjálfsmorð á stund andlegrar uppgjafar eða veiklunar ... þá væri það synd sem Jesús dó fyrir.

Þetta merkir engan veginn, að sjálfsvíg sé ekki alvarleg synd gegn Guði. Samkvæmt Biblíunni er sjálfsvíg morð, og því alltaf rangt. Ég mundi hafa alvarlegar efasemdir um tærleik trúar manns sem teldi sig vera kristinn og svipti sig samt lífi. Ekki eru til neinar aðstæður sem réttlætt geta að einhver, einkanlega ef hann er kristinn, ráði sér bana. Kristnir menn eru kallaðir til að lifa lífi sínu fyrir Guð – ákvörðun um dauðdaga þeirra tekur Guð, og aðeins Guð. Kannski væri besta leiðin til að leiða kristnum manni fyrir sjónir, hvað sjálfsvíg er, að vitna í Esterarbók. Í Persíu voru lög sem kváðu á um, að hver sem kæmi óboðinn fyrir konung skyldi tekinn af lífi nema konungurinn beindi sprota sínum að umræddum manni – sem gaf til kynna náð og miskunn. Ef kristin manneskja svipti sig lífi jafngilti það þjösnalegri tilraun til að ná fundi konungs í stað þess að bíða eftir kalli hans. Hann mun beina sprota sínum til þín og þannig þyrma eilífu lífi þínu, en það merkir ekki að hann sé ánægður með þig. Þó ekki sé um að ræða lýsingu sjálfsvígs, þá er 15da vers í 3ja kafla Fyrra Kórintubréfs góð lýsing á því sem kemur fyrir kristna manneskju sem sviptir sig lífi: „Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.“

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hver er hin kristna sýn á sjálfsmorði? Hvað segir Biblían um sjálfsmorð?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries