settings icon
share icon
Spurning

Verða kristnir menn að hlíta lögum Gamla testamentisins?

Svar


Lykillinn að skilningi þessa máls er að vita að lög Gamla testamentisins voru gefin þjóð Ísraels, ekki kristnum mönnum. Sum laganna voru sett til að kenna Ísraelum að hlýða og gleðja Guð (Boðorðin tíu til dæmis), sum þeirra áttu að kenna þeim að tilbiðja Guð (fórnarkerfið), sum þeirra voru til þess gerð að greina Ísraela frá öðrum þjóðum (fæðis- og klæðareglurnar). Engin laga Gamla testamentisins gilda í dag. Þegar Jesús dó á krossinum afnam hann lög Gamla testamentisins (Róm. 10:4; Gal. 3:23-25; Ef. 2:15).

Í stað laga Gamla testamentisins erum við undir lögum Krists (Gal. 6:2) sem eru: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu, af allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.” (Matt. 22:37-40). Fylgjum við þessum tveimur boðorðum, þá uppfyllum við allt sem Guð krefst af okkur: „Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung.” (1. Jóh. 5:3). Tæknilega séð eru Boðorðin tíu ekki nýtileg kristnum mönnum. Samt sem áður eru 9 af boðorðunum tíu endurtekin í Nýja testamentinu (öll nema boðorðið um að halda hvíldardaginn heilagan). Það er augljóst að ef við elskum Guð, þá tilbiðjum við ekki aðra guði eða líkneskjur. Elskum við náunga okkar, myrðum við þá ekki, ljúgum ekki að þeim, fremjum ekki hór gegn þeim, eða stelum eigum þeirra. Þannig erum við ekki undirorpin kröfum Gamla testamentisins. Við eigum að elska Guð og náunga okkar. Gerum við það af trúmennsku, fellur allt í ljúfa löð.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Verða kristnir menn að hlíta lögum Gamla testamentisins?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries