Spurning
Hvað segir Biblían um kynmök fyrir hjónaband?
Svar
Ásamt öllum öðrum tegundum kynferðislegrar lausungar fordæmir Ritningin margsinnis kynmök fyrir hjónaband (Post 15:20; Róm 1:29; 1Kor 5:1; 6:13,18; 7:2; 10:8; 2 Kor 12:21; Gal 5:19; Ef 5:3; Kól 3:5; 1Þess 4:3; Júd 7). Biblían mælir með bindindi fyrir hjónaband. Kynmök fyrir hjónaband eru alveg eins röng og hórdómur eða aðrar tegundir kynferðislegrar lausungar, vegna þess að um er að ræða mök við einhvern sem ekki er bundinn manni hjúskaparböndum. Kynmök eiginmanns og eiginkonu eru eina form kynlífs sem Guð samþykkir (Heb 13:4).
Kynmök fyrir hjónaband eru af ýmsum ástæðum orðin svo algeng sem raun ber vitni. Alltof oft einblínum við á „skemmtunarþáttinn“ í kynmökum fyrir hjónaband. Já, kynmök eru ánægjuleg. Guð gekk þannig frá málum. Hann vill að karlar og konur njóti kynmaka (innan vébanda hjúskapar). Hins vegar er ánægjan ekki megintilgangur kynmaka, heldur æxlunin. Guð bannar ekki kynmök fyrir hjónaband til að svipta okkur ánægju, heldur til að forðast óæskilega þungun og börn fædd foreldrum, sem kæra sig ekki um þau eða eru ekki í stakk búnir til að taka við þeim. Hugsið ykkur hversu miklu betri veröldin væri, ef farið væri eftir vilja Guðs: færri kynsjúkdómar, færri ógiftar mæður, færri óæskilegar þunganir, færri fóstureyðingar o.s.frv. Bindindi er einasta lífsregla Guðs varðandi kynmök fyrir hjónaband. Bindindi bjargar mannslífum, verndar ungbörn, gæðir kynlíf réttu gildi, og það sem mikilvægast er: virðir vilja Guðs.
English
Hvað segir Biblían um kynmök fyrir hjónaband?