settings icon
share icon
Spurning

Hver er Vegur Rómverjans til hjálpræðis?

Svar


Vegur Rómverjans til frelsis er sá háttur að deila fagnaðarerindinu um hjálpræðið með því að nota Rómverjabréfið. Það er einföld en máttug aðferð til að útskýra hvers vegna við þörfnumst hjálpræðis, hvernig Guð sá okkur fyrir hjálpræði, hvernig við getum þegið hjálpræði, og hvert hjálpræðið leiðir okkur.

Fyrsta ritningargreinin um Veg Rómverjans til hjálpræðis er Rómverjabréfið 3:23: „Því allir hafa syndgað, og skortir Guðs dýrð.” Við höfum öll syndgað. Við höfum öll gert hluti sem eru Guði vanþóknanlegir. Enginn er saklaus. Rómverjabréfið 3:18 dregur upp nákvæma mynd af því hvað er synd í lífi okkar. Hin ritningargreinin um Veg Rómverjans til hjálpræðis, Rómverjabréfið 6:23, kennir okkur um afleiðingar syndar. „Laun syndarinnar er dauði; en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.” Refsingin sem við höfum verðskuldað fyrir syndir okkar er dauði. Ekki einungis líkamsdauði, heldur eilífur dauði!

Þriðja greinin um Veg Rómverjans til hjálpræðis hefst þar sem Rómverjabréfinu 6:23 lýkur, „en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.” Rómverjabréfið 5:8 segir: „En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor , þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.” Jesús Kristur dó fyrir okkur! Dauði Jesú var gjald synda okkar. Upprisa Jesú sannar að Guð þáði dauða Jesú sem gjald fyrir syndir okkar.

Fjórði áfangi á Vegi Rómverja til hjálpræðis er Rómverjabréfið 10:9: „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.” Vegna þess að Jesús dó fyrir okkur, þurfum við ekki að gera neitt nema trúa á hann, og treysta því að með dauða sínum borgaði hann fyrir syndir okkar – og okkur verður borgið! Rómverjabréfið 10:13 nefnir þetta aftur: „því að ‘hver sem ákallar Guð mun hólpinn verða’.” Jesús dó til að greiða sekt synda okkar og bjarga okkur frá eilífum dauða. Hjálpræðið, fyrirgefning syndanna er í boði öllum sem leggja traust sitt á Jesú Krist sem lávarð sinn og frelsara.

Síðasta greinin um Veg Rómverjans til hjálpræðis er árangur hjálpræðis. Rómverjabréfið 5:1 geymir þessi undursamlegu skilaboð „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist.” Fyrir Jesúm Krist getum við átt samneyti friðar við Guð. Rómverjabréfið 8:1 kennir okkur: „Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Jesú Kristi.” Fyrir það að Jesús dó vegna okkar verðum við aldrei dæmd vegna synda okkar. Að síðustu eigum við hið dýrmæta loforð Guðs úr Rómverjabréfinu 8:38-39: „Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta gert oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.”

Langar þig að ganga Veg Rómverjans til hjálpræðis? Sé svo, þá er hér einföld bæn til Guðs. Að fara með þessa bæn er ein leið að segja Guði að þú treystir honum til hjálpræðis. Orðin sjálf gera þig ekki hólpinn. Einungis trúin á Jesúm Krist getur gert þig hólpinn! „Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók refsinguna sem ég á skilið svo ég megi öðlast fyrirgefningu fyrir trúna á hann. Með þinni hjálp sný ég af vegi syndarinnar og set traust mitt á þig til hjálpræðis. Þakka þér fyrir þína undursamlegu náð og fyrirgefningu – gjöf eilífs lífs! Amen!”

Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hver er Vegur Rómverjans til hjálpræðis?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries