settings icon
share icon
Spurning

Er guðdómur Krists biblíulegur?

Svar


Í viðbót við sérstakar fullyrðingar Jesú sjálfs, viðurkenndu lærisveinar hans guðdóm Krists. Þeir héldu fram að Jesús hefði rétt til að fyrirgefa syndir – nokkuð sem einungis Guð getur gert, þar sem það er Guð sem er misboðið af syndinni (Post. 5:31; Kól. 3:13; Slm.130:4; Jer. 31:34). Í nánu sambandi við þessa síðustu staðhæfingu er Jesús einnig sagður vera sá sem mun „dæma lifendur og dauða“ (2. Tím. 1). Tómas hrópaði á Jesúm: „Drottinn minn og Guð minn“ (Jóh. 20:28). Páll kallar Jesúm „mikinn Guð og frelsara“ (Tít. 2:13), og bendir á að fyrir holdtekjuna var Jesús í „Guðs mynd“ (Fil. 2:5-8). Höfundur að Hebreabréfinu segir í sambandi við Jesúm: „Hásæti þitt, ó, Guð, er um aldir alda“ (Heb. 1:8). Jóhannes fullyrðir að „Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið [Jesús] var Guð“ (Jóh. 1:1). Dæmi um rit sem kenna guðdóm Krists má margfalda (sjá Opb. 1:17; 2:8; 22:13: 1. Kór. 10:4; 1. Pt. 2:6-8; Slm. 18:2; 95:1; 1. Pt. 5:4; Heb. 13:20), en jafnvel einungis eitt þessara dæma nægir til að sýna að Kristur var talinn guðlegur af fylgjendum sínum.

Jesú eru einnig gefnir titlar sem eru einskorðaðir við Jahve (formlegt nafn Guðs) í Gamla testamentinu. Nafn hans i Gamla testamentinu „endurlausnari” (Slm.130:7; Hósea 13:14) er notað af Jesú í Nýja testamentinu (Tít. 2:13; Opb. 5:9). Jesús er nefndur Immanúel („Guð er með okkur“ í Matt. 1). Í Sak. 12:10 er það Jahve sem segir: „Þeir munu líta til mín, til hans sem þeir lögðu i gegn.“ En Nýja testamentið tengir þetta við krossfestingu Krists (Jóh. 19:37); Opb. 1:7). Sé það Jahve sem er stunginn og horft er á, og Jesús var sá sem var stunginn og horft á, þá er Jesús Jahve. Páll túlkar Jes. 45:22-23 sem hann meini Jesú í Fil. 2:10-11. Auk þess er nafn Jesú notað jafnframt Jahves í bæn. „Náð og friður sé með yður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi“ (Gal. 1:3; Ef. 1:2). Það væri guðlast væri Jesú ekki Guð. Nafn Jesú birtist ásamt nafni Jahves í fyrirmælum Jesúm að skíra „í nafni (eintala) föður og sonar og heilags anda“ (Matt. 28:19; sjá einnig 2 Kór. 13:14.

Athafnir sem einungis Guð getur unnið eru eignaðar Jesú. Jesús reisti ekki bara menn upp frá dauðum (Jóh. 5:21; 11:38-44), og fyrirgaf syndir (Post. 5:31; 13:38), heldur skapaði hann og heldur saman alheiminum (Jóh. 1:2; Kól. 1:16-17)! Þessi þáttur er gerður enn aflmeiri þegar maður hugsar um Jahve, að hann var einn meðan á sköpuninni stóð (Jes. 44:24). Auk þess hefur Kristur eiginleika sem einungis Guð hefur: eilífðina (Jóh. 8:58), sífellda nálægð (Matt. 18:20, 28:20) alvisku (Matt. 16:21), almætti (Jóh. 11:38-44).

Nú, það er eitt að þykjast vera Guð eða gabba einhvern til að trúa því, og allt annað að sanna að svo sé. Kristur bauð sem sönnun þess að hann væri Guð mörg kraftaverk og reis meira að segja upp frá dauðum. Aðeins fá af kraftaverkum Jesú fela í sér að breyta vatni í vín (Jóh. 2:7), ganga á vatni (Matt. 14:25), marfalda efnislega hluti (Jóh. 6:11), lækna blinda (Jóh. 9:7), lamaða (Mark 2:3) og sjúka (Matt. 9:35; Mark 1:40-42), og jafnvel að reisa menn frá dauðum. Langt frá svokölluðum deyjandi og upprísandi guðum heiðinnar goðafræði, þá er ekkert hliðstætt upprisunni í alvöru staðhæft í öðrum trúarbrögðum – og engin önnur staðhæfing hefur eins ríka staðfestingu utan ritningarinnar. Samkvæmt dr. Gary Habermas eru að minnsta kosti tólf sögulegar staðreyndir sem jafnvel ókristnir gagnrýnir fræðimenn viðurkenna:

1 Jesús dó vegna krossfestingar.
2. Hann var grafinn.
3. Dauði hans olli því að lærisveinar hans örvæntu og fylltust vonleysi.
4. Gröf Jesú var uppgötvuð (eða sögð uppgötvuð) tóm nokkrum dögum síðar.
5. Lærisveinarnir trúðu því að þeir upplifðu birtingu Krists upprisins.
6. Eftir það umbreyttust lærisveinarnir úr efasemdamönnum í trúendur.
7. Þessi skilaboð voru þungamiðja prédikana í fyrstu kirkjunni.
8. Þessi skilaboð voru prédikuð í Jerúsalem.
9. Afleiðing þessara prédikana var að kirkjan varð til og óx og dafnaði.
10. Upprisudagurinn, sunnudagur, kom í staðinn fyrir Sabbath (laugardag) sem helsti dagur tilbeiðslu.
11. Jakobi efasemdamanni, var snúið þegar hann trúði því einnig að hann hefði séð Krist upprisinn.
12. Páli, óvini kristni, var snúið vegna reynslu sem hann trúði að væri mynd Jesú upprisins.

Jafnvel þótt einhver myndi andmæla þessari sérstöku skrá, þá þarf einungis fátt til að sanna upprisuna og styðja guðspjallið: dauða Jesú, greftrun, upprisu, og birtingu hans eftir dauðann (1. Kór. 15:1-5). Þótt margar kenningar geti verið á sveimi til að skýra eina eða tvær af áðurnefndum staðreyndum, þá er það upprisan sem skýrir og gerir grein fyrir þeim öllum. Gagnrýnendur viðurkenna að lærisveinarnir sáu Jesúm. Hvorki lygar né sýnir geta breytt fólki eins og upprisan gerði. Fyrir það fyrsta, hvað mundu þeir græða á því? Kristni var ekki vinsæl og ekki græddu þeir fé á henni. Í öðru lagi eru lygarar ekki góðir píslarvottar. Það er engin betri skýring en upprisan á því að lærisveinarnir dæju fúslega hræðilegum dauða fyrir trú sína. Já, fullt af fólki deyr vegna lyga sinna sem það telur sannar, en enginn deyr fyrir það sem hann veit er ósatt.

Niðurstaða: Kristur hélt því fram að hann væri Jahve, hann væri Guð, ekki bara „guð“ – heldur hinn sanni Guð. Fylgjendur hans (Gyðingar sem hefðu skelfst skurðgoðadýrkun) trúðu honum og vísuðu til hans sem slíks. Kristur sannaði tilkall sitt til guðdóms með kraftaverkum, þ.m.t. hinni heimsumbyltandi upprisu. Engin önnur tilgáta getur útskýrt þessar staðreyndir.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Er guðdómur Krists biblíulegur?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries