Spurning
Áttu eilíft líf?
Svar
Biblían kynnir augljósa leið til eilífs lífs. Í fyrsta lagi verðum við að viðurkenna að við höfum syndgað gegn Guði: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Rómverjabréfið 3:23). Við höfum öll gert hluti sem eru Guði vanþóknanlegir og valda því að við verðskuldum refsingu. Þar eð allar okkar syndir eru endanlega drýgðar gegn eilífum Guði, þá getur einungis eilíf refsing verið fullnægjandi. „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum“ (Rómverjabréfið 6:23).
Hinsvegar gerðist Jesús Kristur, sem var syndlaus (Fyrra Pétursbréf 2:22) og eilífur Sonur Guðs, mennskur maður (Jóhannes 1:1, 14) og dó til að afplána refsingu okkar. „En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum“ (Rómverjabréfið 5:8). Jesús Kristur dó á krossi (Jóhannes 19-31-42) og tók á sig refsinguna sem við höfðum unnið til (Seinna Kónrintubréf 5:21). Þremur dögum seinna reis Hann frá dauðum (Fyrra Kórintubréf 15:1-4) og sannaði með því sigur sinn yfir synd og dauða. „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum“ (Fyrra Pétursbréf 1:3).
Fyrir trúna verðum við að snúa baki við syndugu líferni og snúa okkur til Krists, að syndir okkar verði afmáðar (Postulasagan 3:19). Ef við trúum á Hann og treystum því að dauði Hans á krossi afpláni syndir okkar, verður okkur fyrirgefið og heitið eilífu lífi á himnum. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóhannes 3:16). „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu , að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða“ (Rómverjabréfið 10:9). Trúin á fullnaðarverk Krists á krossinum er eina sanna leiðin til eilífs lífs. „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Það er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því“ (Efesusbréfið 2:8-9).
Ef þú vilt játast Jesú Kristi sem Frelsara þínum, þá er hér einföld bæn. Mundu að það mun ekki frelsa þig að fara með þessa eða neina aðra bæn. Ekkert nema traust þitt á Kristi getur frelsað þig frá syndinni. Þessi bæn er einfaldlega leið til að tjá Guði að þú trúir á hann og þakka honum fyrir að hafa búið þér sáluhjálp: „Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig refsinguna, sem ég hafði unnð til, svo mér auðnaðist fyrirgefning fyrir trúna á Hann. Ég sný baki við syndum mínum og set sáluhjálpartraust mitt á Þig. Þakka Þér fyrir undursamlega náð Þína og fyrirgefningu – fyrir gjöf eilífs lífs! Amen!“
Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“
English
Áttu eilíft líf?