settings icon
share icon
Spurning

Hvar var Jesús dagana þrjá milli dauða hans og upprisu?

Svar


Í Fyrsta Pétursbréfi 3:18-19 segir: „Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda. Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi.“

Orðin „í anda“ í 18da versi eru sömu gerðar og orðin „að líkamanum til“. Þess vegna virðist heppilegast að tengja hugtakið „andi“ sama sviði og hugtakið „líkami“. Líkami og andi eru líkami og andi Krists. Orðin „lifandi gjörður í anda“ benda til þeirrar staðreyndar, að syndaburður og dauði Krists haf valdið aðskilnaði mannlegs anda Hans og Föðurins (Matt 27:46). Andstæðan er milli holds og anda, eins og í Matt 27:46 og Róm 1:3-4, en ekki milli holds Krists og Heilags anda. Þegar friðþæging Krists fyrir syndirnar var fullkomnuð, endurheimti andi Hans samfélagið sem hafði rofnað.

Fyrra Pétursbréf 3:18-22 lýsir nauðsynlegum tengslum milli þjáningar Krists (vers 18) og upphafningar (vers 22. Einungis Pétur veitir sérstakar upplýsingar um það sem gerðist milli þessara tveggja atvika. Orðið „prédikaði“ í 19da versi er ekki algengt í Nýja testamentinu þegar um er að ræða boðun fagnaðarerindisins. Það merkir bókstaflega að koma með fréttir, tilkynna. Jesús þjáðist og dó á krossinum, líkami hans líflátinn, og andi Hans dó þegar hann var samsamaður syndinni. En andi Hans lifnaði aftur og Hann fól hann Föðurnum. Samkvæmt Pétursbréfi fór hann og prédikaði „fyrir öndunum í varðhaldi“ einhvern tíma milli dauða síns og upprisu.

Fyrst af öllu ber að hafa í huga að Pétur talar um fólk sem „sálir“ og ekki „anda“ (3:20). Í Nýja testamentinu er orðið „andar“ haft um engla og djöfla, ekki mennskar verur; og vers 22 virðist staðfesta það. Ennfremur er hvergi í Biblíunni talað um að Jesús hafi heimsótt helvíti. Í Postulasögunni 2:31 segir að hann hafi stigið niður til Helju sem er þýðing á gríska orðinu „Hades“ og merkir ekki helvíti, heldur tímabundið ríki dauðra, þ.e. þeirra sem vænta upprisunnar. Opinberunarbókin 20:11-15 gefur skilmerkilega lýsingu á Helju. Helvíti er staður eilífrar glötunar, Hades (Helja) er tímabundið ástand.

Drottinn vor fól Föðurnum anda sinn og dó, en á einhverju skeiði milli dauða síns og upprisu sótti hann heim ríki hinna dauðu og flutti öndum þar boðskap sinn, en þeir voru sennilega fallnir englar (sjá Júdasarbréf 6) sem voru með einhverjum hætti tengdir skeiðinu fyrir Nóaflóð. Fyrra Pétursbréf 3:20 ýjar að því. Pétur greinir ekki frá því, hvað Jesús boðaði „öndunum í varðhaldi“, en það hefur ekki getað verið endurlausnarboðskapur, af því englar verða ekki frelsaðir (Heb 2:16). Sennilega var um að ræða yfirlýsingu um sigur yfir Djöflinum og öllu hans hyski (1 Pét 3:33; Kól 2.15). Efesusbréfið 4:8-10 virðist einnig gefa til kynna að Jesús hafi farið til „Paradísar“ (Lúk 16:22; 23:43) og tekið með sér alla sem trúað höfðu á Hann fyrir krossfestinguna. Ritningarstaðurinn gefur ekki miklar upplýsingar um hvað gerst hafi, en flestir Biblíufræðingar eru þeirrar skoðunar að þannig hafi verið í pottinn búið.

Það liggur sem sé ljóst fyrir að Biblían gerir ekki skýra grein fyrir hvað varð um Krist dagana þrjá frá dauða hans til upprisu. Svo virðist samt vera sem hann hafi boðað sigur yfir föllnum englum og/eða trúleysingjum. Það sem við vitum með vissu er, að Jesús var ekki að boða mönnum annað tækifæri til sáluhjálpar. Biblían segir okkur að horfast í augu við hinsta dóm eftir dauðann (Heb 9:27), því annað tækifæri gefist ekki. Það er sem sé ekkert ótvírætt svar við því, hvað Jesús hafðist að milli dauða síns og upprisu. Kannski er það einn þeirra leyndardóma sem okkur verða opinberaðir þegar við komum í himnadýrðina.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvar var Jesús dagana þrjá milli dauða hans og upprisu?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries