Spurning
Er Jesús eini vegurinn til himna?
Svar
„Ég er í grundvallaratriðum góð manneskja, svo ég kemst til himna. Jú, að vísu verða mér á mistök, en ég geri samt meira gott, svo ég kemst til himna.” „Guð sendir mig ekki til helvítis bara af því ég lifi ekki í samræmi við Biblíuna. Það eru breyttir tímar.” „Aðeins illar manneskjur einsog barnaníðingar og morðingjar fara til helvítis.”
Þetta eru algengar grunvallarástæður meðal fólks, en sannleikurinn er sá, að þetta eru bara lygar. Satan, stjórnandi þessa heims, gróðursetur slíkar hugmyndir í höfðum okkar. Hann og hver sem honum fylgir er óvinur Guðs (Fyrra Pétursbréf 6:8). Satan dulbýr sig ævinlega sem gæðablóð (Seinna Korintubréf 11.14), en hann hefur stjórn á hugum allra sem ekki tilheyra Guði. „Því guð þessarar aldar hefur blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans sem er ímynd Guðs” (Seinna Korintubréf 4:4).
Það er blekking að trúa því að Guð láti sér á sama standa um smásyndir, og að helvíti sé bara ætlað „vondu fólki”. Öll synd skilur okkur frá Guði, jafnvel „lítil hvít lygi”. Allir hafa syndgað, og enginn er nægilega góður til að komast til himna af eigin rammleik (Rómverjabréfið 3:23). Að komast til himna veltur ekki á því, hvort það góða í okkur vegur þyngra en það illa; við værum öll glötuð ef svo væri. „En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri náðin ekki framar náð” (Rómverjabréfið 11:6). Við getum ekki unnið nein góðverk til að komast til himna (Títusarbréfið 3:4-5).
„Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn” (Matteus 7:13). Jafnvel þótt allir lifi syndsamlegu lífi og það sé ekki vinsælt að treysta Guði, þá mun Guð ekki afsaka það. „Þér voruð eitt sinn dauðir vegna afbrota yðar og synda, sem þér lifðuð í samkvæmt aldarhætti þessa heims, að vilja valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú starfar í þeim, sem ekki trúa” (Efesusbréfið 2:1-2).
Þegar Guð skapaði veröldina, var hún fullkominn. Allt var gott. Síðan skóp hann Adam og Evru og gaf þeim frjálsan vilja, svo þau gætu valið, hvort heldur þau fylgdu og hlýddu Guði eða ekki. En Adam og Evu, langfyrsta fólkinu sem Guð skapaði, var freistað af Satan til að óhlýðnast Guði, og þau syndguðu. Þetta skildi þau (og alla sem eftir þeim komu, þeirra á meðal okkur) frá Guði og kom í veg fyrir að við gætum átt náið samneyti við hann. Hann er fullkominn og heilagur og hlýtur að dæma syndina. Sem syndarar gátum við ekki af eigin rammleik komist þangað. Svo Guð fann handa okkur leið til að sameinast sér á himnum. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf” (Jóhannes 3:16). „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum” (Rómverjabréfið 6:23). Jesús fæddist til að vísa okkur veginn og deyja fyrir syndir okkar svo við þyrftum ekki að deyja fyrir þær. Þremur dögum eftir dauða hans steig hann upp úr gröfinni (Rómverjabréfið 4:25) og reyndist vera dauðanum yfirsterkari. Hann brúaði gjána milli Guðs og manns, svo við getum átt í persónulegum samskiptum við hann ef við gætum bara trúað.
„En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist” (Jóhannes 17:3). Flestir menn trúa á Guð, og það gerir jafnvel Satan líka. En til að öðlast sáluhjálp verðum við að snúa okkur til Guðs, mynda persónuleg tengsl við hann, snúa baki við syndum okkar og fylgja honum. Við verðum að treysta Jesú í öllu sem við erum og öllu sem við gerum. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina sem er í Kristi Jesú” (Rómverjabréfið 3: 23-24). Biblían kennir okkur að eina leiðin til hjálpræðis sé fyrir Krist. Samkvæmt Jóhannesi 14:6 sagði Jesús:
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.”
Jesús er eina hjálpræðisleiðin vegna þess að hann er sá eini sem greitt getur syndagjöldin (Rómverjabréfið 6:23). Engin önnur trúarbrögð boða dýpt og alvöru syndarinnar og afleiðingar hennar. Engin önnur trúarbrögð bjóða þá takmarkalausu greiðslu syndarinnar sem enginn nema Jesús getur reitt af hendi. Enginn annar f „rumkvöðull trúarbragða” var Guð sem gerðist maður (Jóhannes 1:1, 14) – sem var eina leiðin til að greiða ómælanlega skuldina. Jesús varð að vera Guð til að geta greitt skuld okkar. Jesús varð að vera maður til að geta dáið. Hjálpræðið er einungis í boði fyrir trúna á Jesúm Krist. „Ekki er hjálpræði í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss” (Postulasagan 4:12).
Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“
English
Er Jesús eini vegurinn til himna?