settings icon
share icon
Spurning

Hvert er mikilvægi kristinnar skírnar?

Svar


Samkvæmt Biblíunni er skírnin ytri vitnisburður um það sem hefur gerst innra með þeim sem trúir. Kristin skírn er ljóslifandi staðfesting á samsömun hins trúaða við dauða, greftrun og upprisu Krists. Í Biblíunni segir: „Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins“ (Róm 6:3-4). Að vera vatni ausinn í skírninni táknar að vera greftraður með Kristi.

Tvö skilyrði ætti að uppfylla áður en einstaklingur tekur kristinni skírn: (1) skírnarþeginn verður að hafa trúað á Krist sem frelsara sinn, og (2) hann verður að gera sér grein fyrir merkingu skírnarinnar. Ef einstaklingur kannast við Drottin Jesú Krist sem frelsara sinn, skilur að kristin skírn er vottur opinberrar yfirlýsingar um trú á Krist, og æskir þess að hljóta skírn, þá er engin ástæða til að koma í veg fyrir að trúuð sála taki skírn. Samkvæmt Biblíunni er skírnin einfaldlega hlýðniskref, opinber yfirlýsing um trúna á Krist sem einasta frelsara. Kristin skírn er mikilvæg vegna þess að hún er vottur um hlýðni – opinber yfirlýsing um trúna á Krist og fylgd við málstað Hans, ásamt samsömun við dauða, greftrun og upprisu Krists.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvert er mikilvægi kristinnar skírnar?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries