settings icon
share icon
Spurning

Hvað segir Biblían um kristna tíund?

Svar


Tíund er efni sem margir kristnir menn velta fyrir sér. Í mörgum kirkjum er lögð helst til mikil áhersla á tíund. Á sama tíma neita margir kristnir menn að verða við þeirri hvatningu Biblíunnar að færa Drottni fórnargjafir. Tíund og öðrum fórnargjöfum er ætlað að vera gleðiefni. Því miður er því sjaldan til að dreifa í kirkju samtímans.

Tíund er hugtak úr Gamla testamentinu. Tíund var lögmálskrafa sem bauð að allur Ísraelslýður skyldi gjalda 10% musteristoll af öllum tekjum (3Mós 27:30; 4Mós 18:26; 5Mós 14:24; 2 Kro 31:5). Sumir líta á tíund Gamla testamentis sem aðferð til skattheimtu til að standa straum af þörfum presta og Levíta. Hvergi í Nýja testamentinu er að finna fyrirmæli eða meðmæli til kristinna manna um að þeir undirgangist lögformlegt tíundarkerfi. Páll postuli segir að hinir heilögu skuli hvern fyrsta dag vikunnar leggja í sjóð heima hjá sér til þess að ekki verði farið að efna til samskota þegar hann komi áa vettvang (1 Kor 16:1-2).

Hvergi í Nýja testamentinu er mælt fyrir um að lagt skuli til hliðar tiltekið hlutfall tekna, heldur einungis „eins og efni leyfa“ (1 Kor 16:2). Kristin kirkja hefur í grundvallaratriðum tekið 10% skattinn úr Gamla testamentinu og mælt með honum sem heppilegu lágmarki fyrir kristna söfnuði. Enda þótt Nýja testamentið tiltaki ekki ákveðna upphæð eða hlutfall til gjafa, leggur það áherslu á mikilvægi og hagsbót gjafmildinnar. Kristnum mönnum er ráðið til að gefa eftir bestu getu eða „eins og efni leyfa“. Stundum merkir það að gefa meira en sem nemur tíund tekna, öðrum stundum minna. Þar veltur mest á getu hins kristna einstaklings og þörfum kirkjunnar. Hver og einn ætti að biðjast fyrir af einlægni og leita visku og leiðsagnar Guðs um, hvort hann eigi að taka þátt í tíundinni og þá í hvaða mæli (Jk 1:5). „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara“ (2 Kor 9:7).

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað segir Biblían um kristna tíund?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries