Spurning
Eitt sinn hólpinn ætíð hólpinn?
Svar
Þegar einhver hefur frelsast, er hann þá ævinlega frelsaður? Þegar fólk kynnist Kristi sem Frelsara sínum, er það komið í samband við Guð sem tryggir því hjálpræði um alla eilífð. Fjölmargar klausur Biblíunnar lýsa yfir þessari staðreynd. (a) Rómverjabréfið 8:30 lýsir yfir: „Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.“ Þessi ritningastaður tjáir okkur, að frá þeirri stund sem Guð velur okkur er eins og hann hafi okkur vegsamlega gjört í návist sinni á himnum. Það er ekkert sem komið getur í veg fyrir að hinn trúaði verði vegsamlegur gjörður vegna þess að Guð hefur þegar ráðgert það á himnum. Jafnskjótt og einhver er réttlættur er hjálpræði hans tryggt ¬– hann er öruggur eins og hann sé þegar vegsamlegur á himnum.
(b) Páll spyr tveggja spurninga í Rómverjabréfinu 8:33-34: „Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Guð sýknar. Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss.“ Hver mun bera fram kæru gegn Guðs útvalda? Enginn mun gera það, vegna þess að Kristur er verjandi okkar. Hver mun fordæma okkur? Enginn mun gera það, vegna þess að Kristur, sá sem dó fyrir okkur, er sá sem fordæmir. Við eigum bæði verjandann og dómarann að Frelsara.
(c) Trúað fólk er endurfætt þegar það trúir (Jóh. 3:3; Tit. 3:5). Til að kristinn maður glataði hjálpræði sínu þyrfti hann að verða ó-endurfæddur. Biblían hefur engar heimildir fyrir því, að hægt sé að ógilda eða taka burt endurfæðinguna. (d) Heilagur andi dvelur í öllum trúuðum mönnum (Jóh. 14:17; Róm. 8:9) og skírir alla trúaða til hlutdeildar í Líkama Krists (1. Kór. 12:13). Eigi trúaður maður að verða ófrelsaður þyrfti hann að verða „hlutdeildarlaus„ og skilinn frá Líkama Krists. (e) Jóhannes 3:15 staðhæfir, að hver sem trúir á Jesúm Krist „eignist eilíft líf“.
Ef þú trúir á Krist í dag og átt eilíft líf, en missir það á morgun, þá var það alls ekki eilíft. Ef maður týnir hjálpræði sínu, þá er fyrirheit Biblíunnar um eilíft líf villa. (f) Sannferðugustu og best orðuðu röksemdina finnum við í Heilagri ritningu: „Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gert oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum“ (Róm. 8:38-39). Mundu að sami Guð og frelsaði þig mun einnig varðveita þig. Þegar við erum frelsuð, verðum við ævinlega frelsuð. Hjálpræði okkar er vissulega tryggt um alla eilífð.
English
Eitt sinn hólpinn ætíð hólpinn?