Spurning
Hver eru hin fjögur andlegu lögmál?
Svar
Hin fjögur andlegu lögmál eru aðferð til að deila með okkur fagnaðarerindinu um hjálpræðið sem stendur okkur til boða fyrir trúna á Jesúm Krist. Um er að ræða einfalda leið til að draga saman í fjóra liði hin mikilvægu tíðindi fagnaðarerindisins.
Fyrst hinna fjögurra andlegu lögmála er þetta: „Guð elskar þig og hefur undursamleg áform um lífi þitt.” Í Jóhnnesi 3:16 segir: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jóhannes 10:10 birtir okkur ástæðuna fyrir því að Jesús kom: „Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.” Hvað útilokar okkur frá kærleika Guðs? Hvað kemur í veg fyrir að við lifum auðugu lífi?
Annað andlega lögmálið er: „Mannkynið er mengað af synd og fyrir bragðið skilið frá Guði. Afleiðingin er sú, að við getum ekki vitað um undursamleg áform Guðs fyrir líf okkar.” Rómverjabréfið 3:23 staðfestir þessar upplýsingar: „Því allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.” Rómverjabréfið 6:23 leiðir okkur fyrir sjónir afleiðingar syndarinnar: „Laun syndarinnar er dauði.” Guð skapaði okkur til að lifa í samfélagi við sig. En mannkynið kom með syndina inn í heiminn, og er fyrir vikið skilið frá Guði. Við höfum spillt sambandinu sem Guð ætlaðist til að við hefðum við hann. Hvað er til ráða?
Þriðja andega lögmálið er þetta: „Jesús Kristur er einasta ráðstöfun Guðs gagnvart syndum okkar. Fyrir Jesúm Krist getum við fengið syndir okkar fyrirgefnar og komið á réttu sambandi við Guð. Í Rómverjabréfinu 5:8 segir: „En Guð sýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.” Fyrra Kórintubréf 15:3-4 ítrekar að við þurfum að þekkja og trúa til að frelsast: “…Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.” Sjálfur lýsir Jesús yfir því í Jóhannesi 14:6, að hann sé eina leiðin til hjálpræðis: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.” Hvernig get ég þegið þessa undursamlegu hjálpræðisgjöf?
Fjórða andlega lögmálið er þetta: „Við verðum að setja trú okkar á Jesúm Krist sem Frelsara til að geta tekið á móti hjálpræðisgjöfinni og þekkt undursamleg áform Guðs fyrir líf okkar.” Jóhannes 1:12 lýsir þessu fyrir okkur: „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að vera Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans.” Í Postulasögunni 16:31 kemur þetta skýrt fram: „Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt verða hólpinn.” Við frelsumst einvörðungu fyrir náð, fyrir trúna á Jesúm Krist (Efesusbréfið 2:8-9).
Ef þú vilt treysta Jesú sem Frelsara þínum, þá skaltu fara með eftirfarandi orð. Það mun ekki frelsa þig að fara með þau, en ef þú treystir Kristi muntu frelsast. Þessi bæn er einföld leið til að tjá Guði trú þína á Hann og þakka Honum fyrir að búa þér hjálpræði. „Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig refsinguna sem ég verðskulda, svo að mér mundi fyrirgefast fyrir trúna á Hann. Ég sný baki við syndum mínum og set traust mitt á Þig til hjálpræðis. Þakka þér fyrir undursamlega náð þína og fyrirgefningu – gjöf eilífs lífs. Amen.”
Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“
English
Hver eru hin fjögur andlegu lögmál?