settings icon
share icon
Spurning

Hvað segir Biblían um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum?

Svar


Lögmál Gamla testamentis bauð Gyðingum að stofna ekki til hjónabanda við fólk af öðrum kynþáttum (5. Mós. 7:3-4). Ástæðan var sú, að Gyðingar yrðu afvegaleiddir frá Guði ef þeir gengju að eiga skurðgoðadýrkendur, heiðingja eða trúleysingja. Svipuð lífsregla er lögð fram í Nýja testamenti, en á allt öðrum forsendum: „Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum. Hvað er sameiginlegt með réttlæti og ranglæti? Hvaða samfélag hefur ljós við myrkur?“ (2. Kór. 6:14). Alveg einsog og Gyðingum (sem trúðu á einn sannan Guð) var uppálagt að ganga ekki í eina sæng með vantrúuðum, þannig er kristnum mönnum (sem trúa á einn sannan Guð) uppálagt að ganga ekki í eina sæng með vantrúuðum. Svo spurningunni sé svarað beint, þá er svarið nei, Biblían segir ekki að hjónabönd fólks af ólíkum kynáttum séu röng.

Dæma ber hvern og einn út frá manngerðinni, ekki hörundslitnum. Öll ættum við að gæta þess að hygla ekki sumum né ala á fordómum eða kynþáttahyggju gagnvart öðrum (Jak. 1:1-10, sjá einkanlega vers 1 og 9). Þegarkristinn karl eða kona velja sér maka, ætti jafnan að vaka fyrir þeim að komast að raun um, hvort aðilinn sem áhugann hefur vakið sé kristinn (2. Kór. 6:14), hvort hann sé endurfæddur fyrir trúna á Jesúm Krist (Jóh. 3:3-5). Trú á Krist, ekki hörundsslitur, er biblíuleg viðmiðun við val á maka. Hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum eru ekki spurning um rétt og rangt, heldur um dómgreind, næmi og bænir.

Eina ástæða þess að huga beri rækilega að hjónaböndum fólks af ólíkum kynþáttum eru erfiðleikarnir sem fólk í blönduðum hjónaböndum þarf að kljást við vegna þess að aðrir eiga erfitt með að sætta sig við þau. Mörg hjón af ólíkum kynþáttum upplifa mismunun og aðhlátur, jafnvel frá sínum eigin ættingjum. Sum hjón af ólíkum kynþáttum upplifa erfiðleika þegar afkvæmi þeirra hafa önnur litbrigði en foreldrar þeirra eða systkini. Fólk af ólíkum kynáttum verður að taka tillit til slíkra hluta og jafnvel vera reiðubúið að taka þeim, ef það ákveður að ganga í hjónaband. Hins vegar er eina biblíulega spurningin varðandi hjónaband kristins einstaklings sú, hvort hinn aðilinn sé limur á Líkama Krists.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað segir Biblían um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries